Hlutverkaspil, kortaspil, borðspil og herkænskuspil
Sumarnámskeið
Sumarnámskeiðin eru haldin fyrstu tvær í ágúst frá kl 12 til 16 og hægt er að velja á milli tveggja námskeiða. Annars vegar hlutverkaspilanámskeið (Dungeons and Dragons) þar sem ævintýrin verða að veruleika eða spilanámskeið þar sem þátttakendur fá að spreyta sig á ýmsum borðspilum, kortaspilum og herkænskuspilum. Frjálst nesti nema að annað sé tekið fram og lagt upp úr þægilegu og jákvæðu umhverfi.
Hlutverkaspil D&D
Á námskeiðinu fá þátttakendur að læra að búa til karakter og spila alla vikuna í litlum hópum.
Aldur: 10 til 18 ára
Staðsetning: Spilasalur Nexus, Glæsibæ
Dagsetning: Námskeið 1 dags 2. - til 5. ágúst kl 12-16
Námskeið 2 dags 8.-12. ágúst kl 12-16
Verð: 32.000,- kr fyrir námskeið 1
40.000,- kr fyrir námskeið 2
Spilanámskeið
Kortaspil, borðspil og herkænskuspil. Á námskeiðinu fáum við að prófa ýmislegt og erum við opin fyrir hugmyndum frá þátttakendum. Skiptum við upp í smærri hópa á námskeiðinu og fer það t.d. eftir aldri og þekkingu á viðfangsefnum.
Aldur: 10 til 18 ára
Staðsetning: Spilasalur Nexus, Glæsibæ
Dagsetning: 2. - til 5. ágúst frá kl 12-16
Verð: 35.000,- kr (frístundarkort gildir)
Upplýsingar fyrir foreldra
Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992 eða með tölvupóst nexusnoobs@sentia.is
Hittingarnir fara fram í spilasal sem er opinn lengur en búðin. Unglingarnir geta því beðið eftir að verða sóttir en foreldrar komi 10-15 mín fyrr og er sjálfsagt að fá að fylgjast með virkninni á námskeiðinu.
Greiðsla fyrir námskeið
Greiðslu upplýsingar:
Kennitala; 490315-2090
Reikningsnúmer: 0322-22-004309
Námskeiðisgjald greiðist með frístundarkorti eða millifærslu á reikning og sendið staðfestingu með nafni þátttakenda á nexusnoobs@sentia.is