FYRSTI VIÐTALSTÍMINN
Í fyrsta viðtali útskýrir sálfræðingur hvernig viðtölunum er almennt háttað og áhersla er lögð á að kynnast skjólstæðingnum og safna upplýsingum. Eðlilegt er að fólk upplifi óöryggi fyrir fyrsta viðtal hjá sálfræðingi en ekki þörf á sérstökum undirbúningi fyrir fyrsta viðtal. Gagnlegt er að taka með sálfræðiskýrslur eða önnur slík gögn, liggi þau fyrir.
Dæmigert viðtal hjá sálfræði er um 50 mínútur. Gott er að foreldrar fylgi yngri börnum í viðtöl, þar sem sálfræðingurinn vill gjarnan fá að ræða við foreldra við upphaf/lok viðtals.
Algengast er að viðtöl séu fyrst um sinn á einnar til tveggja vikna fresti og tíminn á milli viðtala lengist svo eftir því sem meðferð miðar áfram. Fjöldi viðtala fer eftir eðli vandans en við gerum okkar besta til að aðstoða skjólstæðinga á sem eins stuttum tíma og unnt er.
Forföll
Mikilvægt er að tilkynna um öll forföll með góðum fyrirvara. Sé viðtal afbókað með minna en 24 klst fyrirvara, þarf að greiða fyrir viðtalið. Ef barn eða unglingur veikist skyndilega mælum við eindregið með því að foreldrar nýti sér viðtalið án barnsins fyrir frekari upplýsingasöfnun og ráðgjöf. Slíkir tímar reynast mjög gagnlegir fyrir framvindu meðferðar. Hægt er að afboða viðtalstíma í síma
551-0777 eða með því að senda tölvupóst á viðkomandi meðferðaraðila.
Greiðslur
Viðtalstími hjá meðferðaraðilum Sentiu kostar 18.000. Innifalið í verðinu eru styttri símtöl og önnur einföld samskipti við skóla barns, tölvupósts samskipti við foreldra, undirbúningur fyrir viðtöl og úrvinnsla spurningalistum eða greindarprófum. Greitt er við lok hvers viðtals nema samið hafi verið um annað og hægt er að greiða með korti, reiðufé eða millifæra á bankareikning. Mikið er að staðfestingarpóstur sé þá sendur sé tölvupóstur á sentia@sentia.is.
Opnunartími
Meðferðaraðilar Sentiu taka að sér viðtöl á misjöfnum tímum og dögum. Hægt er að fá frekari upplýsingar um lausa viðtalstima í síma 551-0777 eða með því að senda tölvupóst á sentia@sentia.is. Símsvörun er alla virka daga frá 8.30 til 16.30.
Niðurgreiðslur viðtala
Stéttarfélög endurgreiða oft á tíðum hluta kostnaðar við sálfræðiviðtöl svo mikilvægt er að halda vel utan um allar kvittanir. Kannaðu hvernig niðurgreiðslum er háttað í þínu stéttarfélagi.
Félagsþjónustur koma einnig að greiðslum sálfræðiviðtala barna, ungmenna og fullorðinna. Styrkarfélög koma einnig að stuðningi við fjölskyldur og gagnlegt getur verið að kanna þá möguleika séu skilyrði uppfyllt.
Nánari upplýsingar um fyrsta viðtal við ungmenni og fullorðna
Nánari upplýsingar um fyrsta viðtal við börn og unglinga