top of page


Börn, ungmenni & fjölskyldur
FYRIRLESTRARSENTIU
Sentia Sálfræðistofa hefur allt frá 2011 boðið upp á fjölbreytt námskeið, vinnustofur og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir, starfsfólk í grunn- og leikskólum, foreldrafélög og ýmis samtök.
Fyrirlestrar og vinnusofur henta börnum, unglingum, ungmennum, fullorðnum, uppalendum og fagfólki sem starfar með börnum.
Hægt er að senda fyrirspurnir um fyrirlestra, lengd og verð með tölvupósti.
Sjálfsmynd og ákveðniþjálfun
Greinagóður fyrirlestur um hvernig efla megi sjálfsmynd og ákveðniþjálfun.
Kvíði hjá börnum, unglingum og fullorðnum
Einkenni og orsakir kvíða og úrræði. Sérstök áhersla á prófkvíða, frammistöðukvíða, félagskvíða og fælni.
Frávik í taugaþroska (ADHD, OCD, Einhverfa, Túrette, DLD)
Einkenni um taugaþroskafrávik hjá börnum, unglingum og fullorðnum ásamt úrræðum því tengdu. Sérsniðið hvaða taugaþroskafrávik er fjallað um (athyglisbrest og ofvirni/hvatvísi, áráttu- og þráhyggjuröskun, einhverfurófsröskun, kippa- og kækjaröskun, Málþroskaröskun og/eða sértæka námserfiðleika.
Fyrirlestur um ofbeldi barna og unglinga
Einkenni og hugsanlegar orsakir á aukinni ofbeldishegðun meðal barna og ungmenna. Fjallað er um birtingarmyndir og afleiðingar ofbeldis. Fyrirlesarar eru með sérþekkingu á áföllum og áfallameðferðarvinnu.
Fyrirlestur um einelti
Fyrirlestur um einkenni og afleiðingar eineltis meðal barna, ungmenna og fullorðinna. Farið yfir orsakir, einkenni og úrræði. Sérstaklega sniðið að fagfólki og foreldrafélögum.
bottom of page